Hvar á ég að byrja?
Kærastan mín er að hugsa um að fá sér bíl. Ég benti henni beint á smábíl frá Ford. Hún er ekki hrifinn, en ég myndi ekki hika við að fá mér Ka aftur, eða kannski Fiesta. Ég myndi líklega taka Ka fram yfir Fiesta með 1.3 vél en líklega frekar Fiesta ef hún hefði 1.25 vél.
Það er nóg rými fyrir mig í hvort sem er Yaris eða Ka, ég er 185cm en ekki mikill um mig. Maður situr lægra og á hefðbundnari hátt í Ka sem mér líkar. Sætin komu mér á óvart, því ég er ekki með mjög gott bak en meira að segja í minniháttar langferðum (rútur út á Suðurland) skilaði mér með góðu baki.
Af öllum smábílum í boði sem eru svona ca. '00 módel myndi ég sterkast skoða Ford Ka/Fiesta. Hér eru ástæður mínar:
A) Þeir eru á góðu verði. Þeir hafa verðfallið hraðar en aðrir sbrl. bílar sem ætti vonandi að þýða að verðfallskúrvan er farin að rétta sig af. Jú, þeir eru ekki léttir í sölu m.v. margt annað, en eftir á að hyggja var ég of harður á verði fyrir minn. Ég hefði selt hann frekar snöggt ef ég hefði bara komið inn í hausinn á mér staðreyndum bílabrasks. Og þetta var bíll sem hafði verið í fyrirtækiseigu og ekkert sérstakur, þótt hann væri í raun alls ekki slæmur. Auðvitað sjænaði ég hann til og lét standa á sölu. Annað þýðir varla held ég.
B) Þessir bílar eru í sínum flokki einna bestir fyrir ökumenn sem vilja skemmtilegan bíl, það er auðvitað mitt álit og örugglega ekki allir sammála! Gírskiptingin er prýðileg, þokkaleg tilfinning í mátulega þungu vökvastýri sem er snöggt í viðbrögðum. Fjöðrunin sér um að bíllinn grípur prýðilega og hallar lítið í beygjum þrátt fyrir að hann sé í raun aldrei hastur. Ef maður vill mjúkan bíl er Polo líklega málið, en þeir eru svagir á móti.
1.3 vélin í Ka (og Fiesta 1.3) er aðeins 59 hestar ca. en togar prýðilega svo það er um að gera að skipta bara snemma og sleppa að þenja hana, slíkt borgar sig ekki (því miður) en fyrir vikið fannst mér krafturinn aldrei eitthvað sem fór í taugarnar á mér í bæjarsnatti. Merkilegt nokk var Ka merkilega þægilegur þjóðvegabíll og því er að þakka hve stíf fjöðrunin hélst á ferð, ég krúsaði létt á 120 og hefði viljað fara hraðar (sem hann gat)! 1.25 vélin (16v) sem fæst í Fiesta er mun skemmtilegri mótur. Hún hefur kannski ekki lágsnúningstogið og tapar þar í samkeppni við t.d. Pug 206 1.4 og Polo 1.4 en þeir hafa báðir mun grófari mótor. 1.25 í Fiesta er nefnilega snúningsglöð og þýð svo það er gaman að gefa í. Ok, þú ert ekkert að finna kraftinn í snattinu, en ef þig langar að bregða á leik er eitthvað að hafa til að gera þetta smá gaman.
Kainn sem ég átti var að eyða u.þ.b. 8/100km en ég trúi að það gæti létt farið niður og ég vill vera þungur á inngjöf á kraftminni bílum sem hafa góða aksturseiginleika. Ég er viss um að 1.25 vélin sé ekki bara kraftmeiri heldur líka sparneytnari.
C) Skv.
http://www.reliabilityindex.co.uk/ er Ford Ka áreiðanlegasti smábíllinn í Bretlandi. Ég tek þessu reyndar með fyrirvara, en hvernig sem á þetta er litið ætti hann a.m.k. ekki að vera bilanagjarn og mjög líklega vel samkeppnishæfur. Stór kostur við Ka/Fiesta fram yfir Polo t.d. væri Brimborg vs. Hekla spurningin.
Vona að þetta hafi svarað einhverjum spurningum. Ef þú hefur fleiri ekki hika. Ég virðist kannski segja að þetta séu himnasælu bílar, en þeir hafa auðvitað sína galla. En á heildina litið valdi ég að fá mér Ka vegna aksturseiginleika og endaði með að sakna hans vegna bílsins sem heildar. Og já, ég myndi glaður vilja fá mér Ka aftur ef ég væri ekki bara á þeim buxunum að ætla að vera bíllaus um tíma til að eiga vonandi efni á sportbíl innan fárra ára.<br><br><b><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>I'm feeling supersonic, give me gin and tonic</i><br><hr></