Þetta eru að mörgu leyti þokkalegustu bílar. En, ég myndi benda á að skoða Peugeot 206 XSi, en ég veit að einhverjir þannig eru á sölum í dag.
Ég hef keyrt báðar gerðir nokkuð og ef akstursánægja skiptir máli þá er 206 XSi bíllinn. Vélin er mun skemmtilegri og aksturseiginleikar mun meira spennandi. Jú, Yarisinn virðist vera betur frágenginn og meira solid, en mér finnst innréttingarnar í 206 samt flottari og bíllinn sjálfur miklu laglegri.
Yaris T-Sport er á góðu verði m.v. kraftminni útgáfur, en einhvernveginn er hann ekki að ganga jafn vel upp finnst mér og kraftminni bílarnir. Einhvernveginn virka þeir betur innan sinna takmarka.<br><br><b><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>I'm feeling supersonic, give me gin and tonic</i><br><hr></b>
<a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com">Nöldrið</a> mitt er nánast dautt, en ber samt að nálgast með opnum huga.