Í sambandi við Chevy 350 ofan í Jagúar.

Ég veit ekki til að menn hafi sett þessa vél ofaní af ástæðulausu. Yfirleitt hefur ástæðan verið sú að Jagúar vélin hefur verið ónýt. Kostnaður við að gera þær upp eru svimandi og menn hafa því í raun oft á tíðum staðið frammi fyrir því hvort það eigi að henda bílnum eða setja einhverja aðra vél í.

Ég veit um dæmi þar sem að eigandi stóð frammi fyrir þessu (með XJ6). Að láta gera upp Jaguar vélina var bara ekki hægt vegna kostnaðar.

Chevy vélin hefur svo oft verið valin þar sem að hún er góð, aflmikil, býður upp á mikla möguleika, ódýr og auðvellt að setja hana niður. Mér skilst einnig að Jaguar hafi eitthvað notast við Chevy skiptingar sem auðveldar skiptin enn frekar.

Finnst fólki það almennt betra að bíll hverfi úr bílaflórunni frekar en að sett sé ofan í hann önnur vél?

Ég þarf líklegast ekki að taka það fram að mér finnst ekkert að því að það sé skipt um vél, mér finnst það allavegana miklu betra en að henda bílnum í pressuna!

JHG