ég er nýkominn á Alfa Romeo GTV með 2.0 lítra TwinSpark vél. Þetta er rúmlega 4 ára gamall bíll. Það hefur alltaf verið passað upp á að fara með hann í smurningu og notað rétt bensín á hann (98 okt). Bíllinn er aðeins keyrður 31 þús. Hinsvegar hefur verið trassað að gera við smáatriði sem hafa bilað, eins og t.d. bilað loftnet, biluð klukka, bílstjórarúðan fellur ekki alveg rétt að o.sv.frv. Það þarf mjög kröfuharðan eiganda að svona bíl. Maður vill hafa þessa hluti í lagi og er ég byrjaður á að laga þetta eitt í einu. Var að láta laga rispur á bílnum sem voru út um allt og þarf að fara með hann í hjólastillingu.
Ég hef ekki verið mjög virkur hér á huga eða annarsstaðar á netinu en mun hiklaust mæta á samkomu og sýna gripinn. Þetta er að mínu mati ekki góður bíll í Auto X þar sem hann er frekar slow á lágum snúningi en virkar þrusuvel þegar hann er kominn upp á snúning.
Dune<br><br>———————————–
clean desk is a sign of a sick mind