Ég hefði nú helst vilja sleppa við að segja þá sögu hér, margir aðrir hafa sagt svipaðar sögur. Ekki beint söluvænlegt að að segja þetta.
Vélin sprakk fyrst í 6.000 km eftir ca 8 vikur, ónýtur ventill, umboðið skipti um allt ventlasettið tók þá 3 vikur, kom síðar í ljós að um var að ræða sprungu í headi þannig að það átti að skifta um það við fyrsta tækifæri, þeir panta þetta.
Síðan uþb 3 mán síðar hringir varahlutadeildin í mig og segir að þetta sé alveg að koma, stingur upp á að ég panti tíma á verkstæðinu, ég reyni það, verkstæðið segja þá að ég þurfi ekki að panta tíma þeir viti af bílnum. Viku seinna hringi ég í varhæutadeildina, þeir eru búnir að týna headinu. En geta pantað nýtt á innan við viku (af hverju var það ekki strax hraðpantað?)
Þegar headið er komið þá hringi ég í verkstæðið og vil koma þessu í sem fyrst, en Neii ég kemst ekki að fyrr en eftir 3 vikur, nú fyrst verð ég brjálaður. Þetta er seint á föstudegi, næ ekki í þjónustustjórann, en þá um helgina fer aftur ventill. Ég hringi í þjónustustjórann og hann segir mér að koma með bílinn þeir lagi þetta strax. Einhverra hluta vegna tekur það þá 3 vikur að skipta um headið sem var komið inn í hús hjá þeim.
Þannig að á ca 5 mánuðum er bíllinn búinn að vera inn á verkstæði í 6 vikur eða nálæegt 30% tímans. Á meðan lánaði umboðið mér í rausnarskap sínum Hyundai Accent (eða hvað það nú heitir) sem ekki var einu sinni hægt að opna innan frá. Eldgamlan Audi 80 sem lyktaði eins og Reykhúsið hjá SS (ég vann þar eitt sumar, þannig að ég ætti að þekkja það:), og einhverjar fleiri druslur.
Eftir að ég fékk bílinn aftur var ég aldrei sáttur við ganginn í vélinni auka titringur og svo drap hann stundum á sér. Ég fór í mál við Ístraktor, vildi rifta kaupunum. Málinu var vísað frá, enda erfitt að sanna að gangurinn í vélinni sé ekki í lagi, þegar mælitækin sýna að allt sé í lagi.
Núna í haust fór svo tímareim eftir ca 65 þús. km. TIL ALLRA SEM EIGA ALFA ROMEO: LÁTIÐ SKIPTA UM TÍMAREIM FYRIR 60 ÞÚS. Það kostaði mig 200 þús kall, það þurfti enn og aftur að skipta um ventla.
Vélin bræddi síðan úr sér um daginn, mér skilst að sveifarásinn sé boginn þannig að það muni 1 mm en má mest muna 0,4 mm. Ég gæti alveg eins trúað því að þegar ventlarnir fóru á sínum tíma hafi sveifaræásinn byrjað að bogna, þess vegna hafi ég fundið fyrir titringi. Lái mér það hver sem vill, en eftir að hafa tapað máli við þá á sínum tíma, fór ég ekki með bílinn í eftirlit.
En ég fór með hann reglulega í smurningu. ólíkt því sem einhverjir hafa haldið fram hér, þá springur vélin þrátt fyrir það.