ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta er í Corollu en ég hef skipt um rúðu á SAAB og það er mjög auðvelt.
Eins og ég sagði þá veit ég ekki hvernig þetta er í Corollu en þetta er þannig að þú þarft að taka hurðarpanelið af. Bak við panelið ættirðu að sjá inn í hurðina sjálfa gegnum einhver “göt” sem eiga að vera þarna.
Rúðan sjálf er á einhverskonar sleða. Á sleðanum ættu að vera brautir fyrir einhverskonar hjól sem inni í sleðanum sitja en eru einnig föst við stykki sem er eins og “x” þegar að rúðan er uppi.
Það sem þú þarft að gera er að losa rúðuna af listanum og síðan skrúfa rúðuna niður eða upp þannig að hún fari af listanum. Síðan þarftu að hvolfa rúðunni til þess að þú getir náð henni upp úr.
Nota bara hausinn :D
Þetta gæti tekið smástund í fyrsta skipti en þegar að þú kannt þetta þá á þetta ekki að taka mikið lengri tíma en 10 mín og varla það.
Gangi þér vel<br><br><b>bebecar skrifaði:</b><br><hr><i>ég vil miklu frekar eiga bíl sem bilar heldur en eiga bíl sem er karakterlaus… það er nefnilega hægt að laga bilanir en ekki karakter.</i><br><hr>
<b>Iron Maiden</b> eru rutmatískir snillingar
<a href=“mailto:ofurkongur@hotmail.com”>minns</a> <a href="
http://bjarnaland.blogspot.com">The rebels</a