Ég var nú líka að spá í sömu típu um daginn og prófið einn 1500 vtec sem er 115 hestöfl, og mér leist mjög vel á hann. Þetta Vtec dæmi er mjög sniðugt þar sem þeir eyða mjög litlu bensíni miðað við kraft, 1500, 115 ha. Vtec vélarnar eyða ca.4,5 lítrum í langkeyrslu meðan 1400, 90 ha. vélarnar eyða ca.6 lítrum.
Honda hefur alla tíð verið taldir góðir bílar, en verðið á varahlutum er mjög dýrt og oft löng bið eftir þeim því þeir virðast ekki liggja með mikið á lager.
Ef það er hægt að fá '98 1500 Vtec á 700.000 þá held ég að það sé mjög gott.
<BR