Það er spurning hvert þú ferð með þær til að glerblása þær, það eru nokkrir sem eru í því. Vertu bara viss um að þær verði GLERBLÁSNAR ekki sandblásnar. Ég fór með mínar til HK í Hafnarfirði, það var sæmilega gert, en tók geðveikislega langan tíma. Get ekki mælt með því aftur svona án þess að reyna annað.
En til að fá á þær húð aftur, þá mæli ég hiklaust með ofnasmiðjunni, tala við Reyni. Hann er toppnáungi. Hann húðar felgurnar með sérstöku plastefni sem er miklu sterkara en lakk.
Við erum að tala um blástur svona 1500-2000 á felguna, lakk það sama! Þannig að fyrir 4 felgur til að hafa þetta nýtt erum við að tala um kannski 15.000.-
En til að gera þetta á budgeti, þá er það bara sandpappírinn og úðabrúsinn!
Sæmi
www.islandia.is/smu