Ég var að fá “glaðning” í pósti en mínar tryggingar endurnýjast 1.júní ár hvert (TM). Ég fæ 7% aukaafslátt vegna þess að ég ók tjónlaust á síðasta ári.
Fann gamla reikninginn til að bera saman við þetta árið. Iðgjaldið í fyrra var kr. 46,863 fyrir bíl í flokki 1-112. Í ár er það 46,039 auk 7% afsláttar fyrir tjónlausan akstur sem gera 42,459. Ég er kannski einn af þessum heppnu af því að ég hef verið svo lánsamur að lenda ekki í tjóni og er með fullan bónus. Síðan er ég með einn á fornbílatryggingu. Í fyrra var iðgjaldið með fullum bónus 15,591 og er í ár 15,323 - 7% aflsátturinn sem gerir 14,132. Iðgjaldið lækkar semsagt á milli ára hjá mér.
Dune<br><br>———————————–
clean desk is a sign of a sick mind