Loftpúðar eiga ekki að springa nema við ákveðið mikið högg og sumir ,,betur hannaðir“ bílar taka líka tillit til stefnu höggsins og hvar það kemur á bílinn. Ég lenti aftanákeyrslu og vegna þess að höggið kom á þannig stað á bílinn þar sem aðrir hlutar tóku höggið af farþegarýminu sprungu loftpúðarnir ekki.
Rannsóknir hafa sýnt að loftpúðar gera ekki gagn við allar gerðir árekstra og bílaframleiðendur eru sífelt að þróa nákvæmari ,,kríteríur” um hvenær þeir séu notaðir.
Kannski er lykilatriðið að sá sem ók bílnum slasaðist ekki og því hefði í raun verið ,,óþarft" að sprengja loftpúða til viðbótar. Það eru því allar líkur á því að ákvörðun öryggiskerfisins í bílnum hafi verið rétt.
Ég held að margir séu mengaðir af hugmyndum Bandaríkjamanna um loftpúða og hvaða gagn er af því. Þar í landi er það algeng skoðun að loftpúðar komi í stað öryggisbelta. Sem er að sjálfsögðu alrangt.