Ég verð bara að skella þessu inn í framhaldi af muscle-car póstinum sem spannst út í bíóspjall:
Ef þið fílið bíla og hafið ekki séð Ronin með Robert de Niro þá hafiði misst af miklu. Þarna eru bestu bílaeltingaleikir EVER! Búnaðurinn: Audi S8 (tjúnnaður), BMW M5 (?) og Peugeot 406 sem de Niro ‘keyrir’ af snilld! Sándið og hraðinn, náið í hana á DVD og sjáið hvernig þetta var gert.
Einnig gerði leikstjóri Ronin myndina Grand Prix sem er ásamt Le Mans (m. Steve McQueen… aftur) ófáanleg hér á klakanum. Le Mans er víst besta kappakstursmyndin (McQueen var áhugamaður) og ökuatriðin í Grand Prix eru víst mögnuð en þar sjáum við F1 þegar vélin var nýkomin í miðjan bílinn.
Það er til slatti af myndum fyrr bílakalla og ef þið munið eftir fleirum, lát heyra!<BR