Vandamálið er helst það að ég hafði varla nægilegt vit á bílum þegar ég átti umrædda Mazda bifreið. Ég var ákaflega ánægður með þennan bíl í minningunni, traustur og vandaður bíll sem var eins og nýr nánast eftir 130þ. km. Sterkar innréttingar með þægilegustu sætum sem ég hef prófað, stíf fjöðrun sem gerði hann frábæran úti á vegum ásamt vél sem skilaði honum mjög þægilega áfram - engin nauðsyn að þenja, nema maður vildi og þá rauk hún í 7000 snúninga eins og að drekka vatn.
Þetta var besti ferðabíll sem ég hef átt. Maður gat krúsað þægilega á 160 og jafnvel hraðar. Eyðsla var reyndar í kringum 12 á hundraðið en ekkert hræðilegt svo sem.
Ég seldi ungu paribílinn og þau fóru ákaflegavel með bílinn “minn”. Sá sem síðan keypti hann straujaði á honum hliðina daginn eftir að kaupa hann. Mér sýnist hann ekki hafa borið sitt barr síðan. Ég man þegar ég keypti hann var til slatti af góðum svona bílum, núna eru þeir sjaldséðir og nær allir mjög druslulegir. Ansi fúlt.
Og btw. ég sakna Ka-ins míns ennþá og skammast mín ekkert fyrir það. Mest spennandi bíllinn í Evo síðasta mánaðar var Sport Ka, kominn með ca. 100 hesta og fleiri gúddí. Fallegur og ábyggilega bráðskemmtilegur bíll, þó hann taki þjóðvegina ekki jafn glæsilega og 626GT. Gaman þegar áreiðanlegasti smábíllinn er líka orðinn sá skemmtilegasti!<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>“Corolla er svokallaður bíll.” - bebecar</i><br><hr>
<a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com">Nöldrið</a> mitt er nánast dautt, en ber samt að nálgast með opnum huga.