Ég var t.d. fyrir aftan BMW E39 bíl í gær sem var með kveikt á þessum ljósum og ég blikkaði því háuljósunum hjá mér til að benda viðkomandi á það, en ekkert gekk. Ökumaðurinn hélt greinilega að ég væri eitthvað að espa hann upp því að stóð bílinn alltaf í botn eða keyrði löturhægt til skiptis.
Eru þetta ekki bara mistök hjá fólki? Ekki finnst nokkrum manni það flott að hafa afturþokuljósin á, finnst það svalt að glóa eins og jólasería að aftan. Vinsamlegast slökkvið á þessum viðbjóði þegar þetta þjónar engum tilgangi því þetta er jú bannað, óþægilegt fyrir aðra og ljótt.
Svo ef þið sjáið í baksýnisspeglinum hjá ykkur Rauðan Clio Sport blikkandi háuljósunum athugið fyrst hvort þið erum með afturþokuljósin áður en þið ákveðið að ég sé hálfviti og farið að keyra eins og geðsjúklingar.<br><br><b>I WAS BORN FOR DYING!</
I WAS BORN FOR DYING!