Ég stenst ekki mátið sem f.v. Ford Ka eigandi að benda á að af þeim bílum sem teknir eru fyrir þarna er Ka bilanafríasti smábíllinn. Mjög gaman að kíkja á hvernig átrúnaðargoð íslenskra bifreiðasöluvafrara standa sig m.v. þennan hataða smábíl.
A.m.k. veit ég að næst þegar einhver kallar Ka druslu get ég bent á þetta, ekki bara fallegt útlit og frábæra aksturseiginleika. Ég nefndi útlitið á undan bara til að pirra fólk.
Svo ber maður saman bíl sem ég átti á undan Ka við hann og aðra, en það er Mazda MX-5. Enn bilanafrírri en á það sammerkt með Ka að meðal viðgerð er í ódýrara lagi.
Maður getur orðið fengið MX-5 á mjög hagstæðu verði ef maður finnur gott eintak. Gaman að vera á alvöru sportbíl sem er ódýrari í rekstri en Corolla…
Það vakna kannski einhverjir við þetta, en það kæmi mér ekkert á óvart þótt engin augu sem ekki voru opin fyrir opnist nú.<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>“Corolla er svokallaður bíll.” - bebecar</i><br><hr>
<a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com">Nöldrið</a> mitt er nánast dautt, en ber samt að nálgast með opnum huga.