Iss ekki svona svartsýni, það er alltaf hægt að tjúna.
Fyrst þarf samt að fá nokkur atriði á hreint.
Hvernig mótor er í bílnum?
Ætlaru að nota bílinn til hversdagsnota?
Hvað ertu tilbúinn að eyða miklu?
Ef þú ert tilbúinn að fórna þægindum þá er hægt að gera hvaða bíl sem er töluver sprækari með því að létta hann. Þ.e. henda öllu sem er ekki nauðsynlegt, t.d. allri innréttingu, hurðaspjöldum, öllum sætum nema bílstjórasætinu og bara öllu sem þér dettur í hug. Ef þú gefur þig virkilega í þetta er jafnvel hægt að ná 100 kg eða meira.
Til að bæta afl mótorsins þá fer það töluvert eftir því hvernig hann er búinn, en almennt má segja að gott sé að byrja á að reyna að opna loftinntakið inn á hann og reyna að gera það sem hindrana minnst (engar vinkil eða U begjur ef hjá því verður komist). Eins er gott að setja svolítið stærra púströr undir bílinn, en samt ekki of stórt því það getur farið að hafa öfug áhrif (nema þetta sé túrbó bíll, en þá gilda aðrar reglur, og allt verður auðveldara).