Ótrúlegt hvað maður fékk fyrir peninginn í E-Type. Reyndar er ég ekkert spenntur fyrir V-12 bílunum, en Series I & II með XK mótor, sérstaklega þegar hann var kominn í 4.2l eru glæsileg tæki.
Ég held samt að ég hefði borgað aukalega fyrir 911 Carrera RS 2.7 árið 1973 ef ég hefði átt peninginn, en það er gjörólíkur bíll ef miðað er við E-Type. Spurning með Dino-inn, glæsilegir bílar sem hefur verið óhugnanlega gaman að keyra, líklega 2. val hjá mér.
Eins og ég er hrifinn af Jaguar virðist nær alltaf eitthvað ná að skyggja á, hei Aston V8? Má ég fá hann í Vantage útfærslu? ;)
Annars er varla hægt að segja annað en að Ferrari 6. og 7. áratugs hafi verið fjöldaframleiddir og sömuleiðis Lamborghini 7. áratugsins. Auðvitað voru það rándýrir bílar, en þeir höfðu V12 undir vélarhlífinni.<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>“Corolla er svokallaður bíll.” - bebecar</i><br><hr>
<a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com">Nöldrið</a> mitt er nánast dautt, en ber samt að nálgast með opnum huga.