Er með smá vangaveltur varðandi álfelgur.

Málið er að vinkona mín lenti í því að álfelgurnar á bílnum hennar eru víst ansi sjúskaðar eftir veturinn. Sjálfur hef ég ekki séð þær en það gekk víst ansi erfiðilega að þrífa þær og virðist sem salt/tjara hafi límst við þær og sjálf hefur hún áhyggjur af skemmdum vegna þess.

Eins og ég segi þá hef ég ekki enn séð felgurnar eftir þessa þrifnaðartilraun en langaði þó að spyrja með hvaða efnum þið mæltuð við slík þrif. Ætla að líta á þetta eftir helgi og athuga hvort eitthvað er hægt að gera.

Með páskakveðju - thisman.