hafiði tekið eftir að þegar bílaatriði eru gerð er alltaf lagt mest uppúr því að það er þrýst nógu oft á bensíngjöfina, bílinn settur í háan snúning og downshiftað nógu oft. ??
meina hver þarf að downshifta þegar maður er að spyrna ??? alveg fáránlegt.
það eru margar svona myndir eins og t.d FaF en ég ætla að minnast á eina.. ég var að horfa á Back to the future I II og III í gærkvöldi. snilldarmyndir og kvet alla sem ekki hafa séð horfa á.
anyway í mynd nr 1 (smá spoiler fyrir þá sem ekki hafa séð myndina.) þá var marthy ekki með auka plútóinum til að komast heim til 1985 og var fastur á 1955. hann ætlaði að nýta eldingu til að fá 1,24 GW inná Flex capasatorinn. það var settur vír þvert yfir götu og sett á bílinn stórt loftnet.
okey Dock hafði reiknað nákvæmlega út að ef bíllinn leggur af stað frá þessum punkti með fullri hröðun allan tíman þá ætti hann að vera á nákvæmlega 88 mílna (140) hraða þegar loftnetið snertir vírinn og eldinginn slær niður.
nú. það sem mér fannst eyðileggja þetta atriði var að marthy lagði ekki af stað á réttum tíma(bílinn drap á sér). síðan var sýnt sérstaklega frá því þegar marthy sér að dock á í vandræðum og stígur þá bílinn í botn. hefur þá greinilega ekki verið að aka í botngjöf allan tímann! og hvernig eiga þá eiginlega útreikningarnir hjá dock að standast ?
nú ég veit að þetta er bara mynd og svona er gert i henni hollywood. en finnst ykkur ekki að svona eyðileggi stundum atriði í myndum þegar bílaatriði eru svona vanhuxuð.
endilega segjið frá ef þið vitið um fleiri svona atriði?