Af gefnu tilefni vil ég minna á tvær reglur sem öllum er bent á þegar þeir senda inn greinar:

“Athugið að senda ekki inn greinar sem ekki eru eftir ykkur.
Ef vitnað er í texta þá skal geta heimilda.”

Í gær samþykkti ég grein um Honda S2000 og er snarlega bent á í svari við greininni að hún sé stolin. Mig hefði mátt gruna það m.v. texta í greininni, en af grandvaraleysi samþykkti ég hana.

Ég kom þessum upplýsingum snarlega áleiðis sem varð til þess að greininni var eytt. Svona nokkuð er bannað og verður ekki þolað ef upp kemst.

Mig langar einnig til að þakka þeim aðilum kærlega, sem bentu mér á brotið, ásamt fleiri stolnum greinum frá sama aðila, allt hefur verið sent áleiðis og vona ég að á verði tekið.

Kveðja,
Mal3
Umsjónarmaður<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>“Corolla er svokallaður bíll.” - bebecar</i><br><hr>
<a href="http://thisgeeksworld.blogspot.com">Nöldrið</a> mitt er nánast dautt, en ber samt að nálgast með opnum huga.