Góðan dag.

Mér vantar að vita hverjir hér inni eru fróðir um hvernig er best að tjuna bíla.
Ég var að fá í hendurnar Datsun Sunny, '82 með 1500cc vél sem skilar 80 hö orginal. Þessi bíll er afturhjóldarifinn, held eitthvað læstur enda minnir mig að þessir bílar hafi komið með pickup drifi. Hann er aðeins 800 kg en ég er að létta hann meira
Núna ætla ég að taka þennan bíl í gegn og gera hann að einhverju rosalegu spyrnutæki, til þess eins að svekkja alla civic og lexus plebbana niðrá höfn :D
Þá spyr ég, er hægt að taka þessa 1500 vél og gera eitthvað mikið fyrir hana svo hún fái fínt power eða þarf ég að skipta um vél. Ef það að skipta um vél er besti kosturinn hvaða vél er þá hentug. Vélin sem er í honum núna er langsöm blöndungsvél keyrð 95.000

Kv. Ívar


p.s. Svo verður fjöðrunin stífð og styrkt og ýmsar breytingar gerðar á bílnum.