..ég er á einum svona '96, gulur….með öllu M-útlitinu eins og það leggur sig ásamt ýmsum aukabúnaði, en allavega þá get ég ekki kvartað, þetta eru fínustu dollur!!
Það sem kemur mér mest á óvart í sambandi við hann er hvað hann eyðir skuggalega litlu, allaveganna minn (keyri reyndar rólega). Krafturinn er bara þokkalegur, engan veginn einhver spyrnukerra, heldur bara virkilega léttur og skemmtilegur sérstaklega þegar maður er kominn á kannski 80+……bilar, ekkert sem að ég hef orðið var við, er reyndar með digital miðstöð og hún er í einhverju rugli (blæs ekki nógu vel), er ekki alveg að ná þessu concepti með að bimmar bili svo rosalega mikið, hef átt þrjá…og er ekki alveg að skilja fólk, átti nýjan passat sem var örugglega mun meira til vandræða…Það er virkilega fínt að keyra bimmann, minn er reyndar með M-fjöðrun þannig að hann er í stífari kantinum :) en samt ljúfur út á þjóðveg!!!!
Passaðu þig bara ef þú ert að fara að leita þér að bíl, sérstaklega bimma þá er svo rosalega mikið af þessu innflutt notað og þú veist ekkert um söguna, sérstaklega þar sem að LANGFLESTIR af þessum innfluttu eru skrúfaðir massíft niður ef þeir eru ekki með þjónustubók að utan…..Þjóðverjar eru ALLTAF með þjónustubók, þannig ef hún er ekki tékkaðu þá betur á þessu…hvað ertu að spá í dýran bíl??
Er nefnilega að spá í að fara að endurnýja, búinn að eiga þennan of lengi :)