Mín vél er 150hö :) reyndar 2.2 lítra EXi…
Það kemur mér í raun á óvart hvað þessir bílar, minn amsk., er lífseigur. Orðinn 12 ára gamall og hrekkur strax í gang líkt og hann væri glænýr.
Ég hef ekki lent í neinum teljandi bilunum með þennan bíl á þeim þremur árum sem ég hef átt hann. Þurfti jú að skipta um hjöruliðinn eða hvað það hét, komu læti þegar maður beygði. Vinkona mín sem á samskonar bíl átti við það sama að stríða. Einhver pakkning á milli vélarinnar og pústgreinarinnar var jú farin að leka og orsakaði óreglu í gangi þar sem tölvan fékk vitlausar upplýsingar um eitthvað… Það finnst mér smávægileg bilun. Það er kominn tími til að taka upp kveikjuna en mér skilst að það sé eðlilegt eftir þennan tíma. ABS kerfið gefur svo frá sér einhver villuboð en ég hef ekki látið athuga hvað það er.
Fleira hefur ekki bilað hjá mér svo ég muni eftir, fyrir utan almennt viðhald svo sem skipti á heddpakningum, tímareimum, púst osfrv.
Ég held að hann eigi nóg eftir :)
Mér finnst þetta vera mjög áreiðanlegur og góður bíll og ég er mjög ánægður með hann.
Varðandi aflið þá er það ekki neitt á sportbílamælikvarða en 150hö á 1340kg er alveg þokkalegt. Mjög skemmtilegt á aðreinum enda nýtur þessi bíll sín helst þegar komið er aðeins yfir leyfilegan hraða enda frekar stór og fyrirferðamikill. Sjálfskiptingin dregur auðvitað úr aflinu en hann kippir samt alveg nógu vel í fyrir mig.
Ég hef lítið spyrnt á honum en ég stóð vel í nýjum beinskiptum 2 lítra Volvo S40, frekar jafnt verð ég að segja þó hann hafi verið örlítið framar. Ég var nokkuð á undan stærri týpunni af GTi Corollu hér um árið, meira að segja með fullan bíl af fólki :) en hinsvegar hafði ég lítið að segja í ca. '69 Mustang Hatchback en það var líka bara upp á djókið…
Munurinn á vélunum er líklega að önnur er með innspýtingu en hin ekki.
Það kostar eflaust það sama og alla aðra bíla að gera hann flottann. Filmur eru á milli 20-30 þúsund fyrir 5 rúður ef ég man rétt. Felgur gætiru kannski reddað þér notuðum, ekki minni en 15“, helst 16” en mest 18“ og þá með veseni. Passar td. undan Galant, Prelude ofl., 4x114.4 gatastærð. Sjálfur er ég bara með felgur, 16”, og það munar strax mjög miklu á útlitinu. Annars held ég að það borgi sig ekki að fara út í neinar dýrar breytingar á þetta gömlum bíl, nema þú ætlir að gera hann upp eða e-ð.