Sælir hugarar,
Ég var rétt í þessu að lenda í því að Yaris sem ók inn á innrihring, en fór svo út úr því í næsta útgangi!
Ég sá þetta allt í fæðingu og um leið og Yarisinn beygði fyrir Ravinn, þá hékk ég á flautunnni þar til hún fór útúr hringtorginu! Það varð samt ekki árekstur.
Svo þegar ég kom heim tók ég upp ökukennslubókina og byrjaði að lesa mig til. Þar sá ég alls ekki nógu skýrt tekið fram hvernig á að hegða sér í hringtorgum!!! Voru örfáar setningar um hringtorgi!
Hérna kemur spurningin: Er maður 100% í rétti ef maður væri að keyra ravinn?!? Ravinn fór samhliða Yarisnum inn í hringtorgið!
Ég er búinn að vera með prófið í 2 ár en ég held að Ravinn sé í 100% rétti! Ef það er rangt hjá mér þá þarf maður ENN frekar að passa sig í hringtorgunum!
Takk fyrir, Kveðja Jói Palli