Ég er einmitt á sama stað og þú þ.e.a.s í tjúningarhugleiðum!!!!
Ég á BMW 750IA ‘93. Við erum reyndar mjög óheppnir þegar kemur að tjúningum á þessum vélum, því þetta eru með þeim dýrustu og flóknustu vélum. En að sjálfsögðu er hægt að modified þessar vélar eins og aðrar en bara með MUN meiri peningi. Ég veit ekki með peningafjárhag þinn en ég er ekki alltof ríkur og tími ekki öllum mínum peningum í bíla. Þú getur keypt ásakit (heitari ásar, free flow exhaust og chip hjá Dinan og þá ertu kominn í 400 hross í hjól. En þessi pakki er EKKI ódýr!!!!!!!
Ég er núþegar búinn að setja 2x K&N cone loftsíur sem eru með mun stærri loftsogsflöt en OEM síurnar, en ég er ekkert að græða á þeim þar sem ég fæ ekki nóg bensín á móti. Til að redda því þá er hægt að kaupa chip. (mæli samt ekki með superchips.is) Í svona chip pakka þá færðu tvo kubba sem fara í sitt hvort DME (nánast bara ECU) þar sem þetta eru tvær cylinder bank og hafa tvær tölvur sem stjórna þeim. Bestu performance tölur sem ég hef heyrt úr svona chip tjúningum á þessu bílum er 330hö og 490NM (30 hö+ og 40NM+ í gróða)
Með þessu þá ertu eflaust kominn með merkjanlegan kraft og mun skemmtilegri bíl. En til að toppa það, þá hefur maður heyrt góðar sögur um að hreinsa úr báðum hvarfakútunum til að minnka backpressure og ég er þessa daganna að afla mér meiri upplýsinga um það. Ég veit ekki hvað þú græðir á því, en það gæti verið slatti, og líka ekki neitt nema meiri hljóð!!!
En þarna með þessu þ.e stærri loftsíur, tölvukubbar og opnara púst þá býst ég við c.a 35-45 hö í gain sem er ágætt.
En sniðugast væri samt að lækka drifhlutfallið í c.a 3.46 og hafa LSD. Þarna væriru að græða mikinn tíma frá 0-100 enda eru þessir bílar svakalega hágíraðir og bara rugl hér á landi!!! Það munur mest um þetta upgraide, t.d. þá eru 750 ’88 bílarnir með LSD og þeir eru gefnir upp nánast sekúndu fljótari uppí hundrað (6.7 í staðinn fyrir 7.4 sek) en eftir 1990. Hvað þá þegar þú ert kominn með þetta allt (LSD, 3.46, chip, loftsíur og opnara púst) þá ert kominn með VEL sprækan bíl þó þeir séu nú ágætir fyrir :)
Þetta er bara svona ódýrasta tjúningin, en ef þú veður í peningum þá er um að gera að kaupa sér knastásakit og jafnvel stroke eða bora gömlu blokkina uppí 5.4 lítra. Einnig geturu keypt dual supercharger á milljón og kominn með 550 hö í hjól (FAST but EXPENSIVE)
Hvað 750 bíll er þetta sem þú átt??? Ég er nefnilega hálfgert 700 fan og þekki þá flesta :) Eitthverjar felgur á gripnum???