Já… Þú verður að lækka þjöppuna einhvernveginn til þess að geta blásið meira en 4-6psi. Verður alltaf að passa að vélin fái nóg bensín undir boosti, þar er air/fuel mælir æskilegur.
Það er líka æskilegt að seinka kveikjunni aðeins. Auðvitað er gott að hækka olíuþrýstinginn aðeins, bæta við olíukæli, setja stærri vatnskassa og svona. Þrykktir stimplar þykja góðir en misauðvelt að fá svoleiðis eftir bíltegundum.
Einnig er æskilegt að losa sig við original vélartölvu og setja aftermarket tölvu, skynjararnir sem fylgja original tölvunni (MAP eða AFM) geta bara sýnt ákveðið loftmagn, og tölvan getur verið með eitthvað mengunarvarnaforrit inni sem getur verið allt annað en ideal. Aftermarket tölva leyfir þér að stilla allan fjandann vandræðalaust.<br><br>–
<a href="
http://foo.is">foo</a