Sælir hugarar!
Nú vantar mig smá aðstoð frá einhverjum áhugasömum þarna úti!
Málið er að mér tókst að koma því inn í einn áfanga hjá mér að skrifa ritgerð um bíla framtíðarinnar, pælingar hversu gaman verður að eiga bíl í framtíðinni þegar GPS tæki sem sýnir hraða og slíkt (ef það verður skylda) hindrar að maður geti nokkru sinni brotið lögin, sjálfvirk stýring og fleira í þeim dúr kemur á markaðinn.
Er alls ekki að biðja neinn hérna að fara í einhverja leit að slíku efni heldur eingöngu að láta mig vita ef hann hefur nýlega lesið áhugaverða grein sem tengist þessu efni- er að leita að góðum heimildum og fannst tilvalið að spyrja þá sem hafa hvað mestan áhuga (skoðanir) á þessum málefnum.
Pælingin er semsagt hvernig aukin tölvutækni mun breyta viðhorfum og notkun á bifreiðum framtíðarinnar.
Þar sem ritgerðin er á háskólastigi verða heimildirnar þó að vera nokkuð solid, þ.e. ekki einhverjar bloggpælingar eða slíkt ;)
Vil þó taka fram að ég er ekki að reyna að komast létt frá þessu, er kominn með heimildir sem ég get notað en þar sem ég hef áhuga að skila þessu frá mér eins vel og kostur gefst fannst mér rétt að athuga þetta.
Með fyrirfram þökk - thisman.