Það hefur allavegana oft verið miðað við að menn skipti um olíu og síu á sjálfskiptingu á ca. 70.000 km fresti (best að fylgja ráðleggingum framleiðanda). Það er samt ekki vitlaust að skoða vökvann reglulega því ef hann fer eitthvað að dökkna þá er eitthvað slæmt að gerast :(
Reyndar eru dýrari sjálfskiptivökvar oft dökkir en það er ólíklegt að margir séu með racing vökva á sínum skiptingum hér á landi (að kvartmíluköllum undanskildum).
Ef það er verið að nota hágæðaolíur eins og Mobil 1 þá er 10.000 sjálfsagt í lagi. Ég myndi nú ekki þora því ef það er notuð venjuleg mótorolía. 5-6000 er þá nær lagi.
Þú getur líka metið olíuna eftir lykt, lit og áferð.
fer eftir olíu en þetta er miðað við kanina sem keyra mörg hundruð km á dag… svo olían endist aðeins betur hjá þeim vegna þess bílinn hitnar og svona á meðan íslendingar fara í smá bíltúra.
Mér finst það bara eðlilegt að skipta oftar, það augljóslega lengir líftíma vélarinnar um fleiri þúsundir km , sérsta hér á landi. Eins og þú segir, íslendingar fara í smá bíltúra.
Góðar smurolíu þola vel 20 þúsund kílómetra þannig að 10 þúsund er auðvitað ekkert mál. En auðvitað eiga menn ekki að keyra 10 þúsund á ódýrustu olíunum, menn eiga náttúrulega ekki að kaupa ódýrust olíurnar á bílana sína!
Hreinsieiginleikar í nútíma smurolíu eru mjög miklir og synthetísk olía súrnar ekki.
Nei nei smá jók , en ég hef aldrei séð eða heirt af nokkrum manni sem skiftir svona sjaldan. Það er kanski í lagi ef olian er enn með límingu og ósótuð. Hvernig er olían sem kemur af hjá þér ?
keiptu þér bara góða olíu betra fyrir vélina helst þegar hun er orðin sona gömul og skiptu í sona 8-9 þús en olían er alltaf lengur að fá fulla kælingu og smurningu þegar hun er orðin gömul
:-) Ég kaupi Shell Helix Ultra Racing 10/60. Hún kemur nokkuð dökk af bílnum en smureiginleikar halda sér algjörlega út þennan tíma. Það veit ég vegna þess að það hafa verið tekin sýnishorn af henni og send út til greiningar ;-)
Reyndar er þessi olía mjög fljót að verða dökk, miklu fljótari en aðrar olíur sem ég hef notað m.a. Castrol RS 10/60 en þetta er einmitt til marks um mikla hreinsieiginleika olíunnar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..