:-) Ég kaupi Shell Helix Ultra Racing 10/60. Hún kemur nokkuð dökk af bílnum en smureiginleikar halda sér algjörlega út þennan tíma. Það veit ég vegna þess að það hafa verið tekin sýnishorn af henni og send út til greiningar ;-)
Reyndar er þessi olía mjög fljót að verða dökk, miklu fljótari en aðrar olíur sem ég hef notað m.a. Castrol RS 10/60 en þetta er einmitt til marks um mikla hreinsieiginleika olíunnar.