Erfitt að nefna einn bíl, en uppáhalds framleiðandinn minn er Lotus, enda tel ég Colin Chapman stofnanda Lotus einn mesta snilling í sögu bílsins.
Aðrir framleiðendur í sérstöku uppáhaldi er Citroën (fyrir PSA yfirtöku) og Lamborghini.
Draumabílar nánustu framtíðar eru Porsche 944 og Citroën CX, en til lengri tíma litið loftkældur 911, líklega ‘87-’89 3.2 Carrera og næstum hvað sem hefur Lotus merki, en þó helst Elise eða kannski Elan. Turbo Esprit og Excel er líka flott ;)
Úff maður getur haldið endalaust áfram. Mig langar til að eiga enska, franska og ítalska bíla og sumt þýskt heillar líka. Klassískir Ford göturallarar, klassískir Alfa Romeo götu touring cars, sverir Jaguar, Citroën, BMW og Benz luxo-cruisers, Lamborghini Grand Tourers (350GT, 400GT, Islero)…
Svo margir bílar, svo litlir peningar og tími. Sem betur fer langar mig meira í eldri bíla en nýja sem gerir þetta allt nokkuð raunhæfara…<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>“Corolla er svokallaður bíll.” - bebecar</i><br><hr>
<a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com">Nöldrið</a> mitt er nánast dautt, en ber samt að nálgast með opnum huga.