ég var að vinna á bensínstöð þegar að ég var yngri. spurði svo einn kúnann hvort ég mætti ekki mæla olíuna í bílnum (þetta var fallegur malibu og mig langaði að kíkja oní húddið), hann sagði við mig að það vanntaði ekki olíu því hann væri tiltörulega nýbúinn að ath. það, en ég sagði að aldrei væri maður of öruggur.
hann opnaði húddið fyrir mig og þar fann ég kött. stjarfann og skíthræddan.
það var vetur og kötturinn hlaupið í hlýuna í húddinu, komið sér vel fyrir, en vá hvað ég hefði viljað sá viðbrögðin hjá greyinu þegar mótorinn fór í gang.
maðurinn átti ekki þennan kött, en tók hann með sér í þeirri von um að hann mundi kannast við sig og rata þegar hann kæmi á kunnulegar slóðir.
þessi mynd er e.t.v. minning köttsins.