….sko þá spáir náttúrulega bara hvort eintakið sé gott og svo framvegis, eins og með alla aðra bíla og reynir að afla þér sögu, fyrri eigendur, hvort hann hafi verið í eigu tryggingarfélags og allt það…
En þar sem mikið af þessum bílum eru fluttir inn frá Þýskalandi, þá skaltur sérstaklega athuga eitt, hvað bíllinn sé ekinn í ALVÖRUNNI, það eru örugglega yfir 60% af innfluttum bílum skrúfaðir niður og hef ég mjög svo öruggar heimildir fyrir því. Fáðu að sjá þjónustu bók að utan (þeir EIGA að vera með þannig) ef að þeir eru ekki með nein gögn að utan þá eru miklar líkur á að eitthvað sé gruggugt, því við þekkjum þjóðverja og þeira passa miklu meira upp á þess hluti enn við.
Ég keypti t.d. Benz fyrir tveimur árum, hann var '95 og frekar lítið ekinn miðað við hafa komið frá þýskalandi um 85þús, og enginn þjónustubók fylgdi með, en ég lét vin hans pabba (sem vinnur hjá ræsi) fara vel yfir hann og hann sagði að hann gæti alveg verið ekinn 85 þús og ég keypti hann, fékk hann á góðu verði…….Þegar ég var búinn að eiga hann í tvo mánuði þá var ég eitthvað að gramsa í skottinu á honum og þar var þjónustubókin fyrir þennan bíl og þar stóð að bíllinn var ekin a.m.k. 160 þúsund..áður en hann kom til Íslands!!!!