90 + 40 = 130. Þetta er alveg út í hött að menn láti sig dreyma um 45% aflaukningu með því að skipta um pústkerfi, loftsíu og kveikju. Telst heppinn ef þú nærð 5-10 auka hestöflum samtals með þessum breytingum, allt beyond that krefst meira rúmtaks eða volumetric efficiency hærra en 100% á sama snúningssviði (turbo, blower, nítró… eitthvað sem neyðir súrefni inn á vélina) eða færa togsviðið nokkur þúsund rpm upp á skalanum, sem er ekki gerlegt undir nokkrum kringumstæðum nema að endurhanna vélina alla með tilliti til bæði snúningshraða og flæðishraða við þær aðstæður.
Ég vil bara að menn átti sig á því að þeir græða engan verulegan kraftmun með einhverjum hyped loftsíum og háværum púströrum. Auk þess sem að 4 cylendra prumphljóð er ekki gaman að hlusta á til lengri tíma.<br><br>–
<a href=”http://foo.is">foo</a
–