Mér finnst kominn tími til að fólk fái að vita eitthvað varðandi þessa turbo-hondu þar sem að það er oft talað um hana en enginn veit hvað skeði.

Ég þekki þessa turbo hondu persónulega(ástarsamband :), það sem skeði var það að í fyrsta skipti sem vélin var prófuð með öllu draslinu í, voru tvær slöngur víxlaðar þannig að turbinan var að blása öllu sem hún gat inná vélina(alltof mörg psi) og þarafleiðandi bráðnaði stimbill. Vélinn var svo tekinn upp af sérfræðingi, sílendranir hónaðir og grandskoðaðir hvort að meira hefði skemst en ekkert sást. Vélinn var svo sett saman og nýir þrykktir stimplar settir í. Vélin var svo til-keyrð 800km(þvílík þolinmæði) með boostið á núlli. Og svo var bara farið að keyra á fullu en aldrei boostað helmingnum af því sem hámarkið var. Þetta entist ekki lengi því að innan skams tíma var allt komið í klessu aftur, þá rifum við vélina í tætlur aftur og þá kom í ljós sprunga í blokkinni(í sílender) Þetta var mikið áfall fyrir okkur(og þá aðalega eigandan) Önnur vél var keypt í bílinn og núna er turbo draslið ásamt öllu meðfylgjandi ofaní skúffu. Ástæðuna fyrir því að vélin fór er mikið búið að spá í og auðvitað beinist grunurinn þá aðalega og nánast eingöngu af því að sílenderinn hafi veikst við fyrri úrbræðsluna og þá hafi sprungan verið byrjuð að myndast.
Þið megið segja að það hafi verið hálvita sem settu þetta í, og það sé hálvitaskapur að prófa ekki aftur en það er hrikalega dýrt að lenda í svona rugli og stundum fá menn bara nóg og vilja ekki reyna aftur…..En mikið andskoti var gaman þegar allt virkaði!!!!þvílík vinnsla….
en ég býst við að það hafi margir mismunandi skoðanir á þessu bæði slæma og góðar…og gjörið svo vel tjáið ykkur!!!!


zimmmmmmmmi