Óska eftir í Honda CRX V-tec
Jæja eins og sumir kannski vita þá var ég að kaupa mér Honda CRX V-tec ´91 um daginn og mig vantar smá til að koma honum í gegnum skoðun.
Ég veit að það voru ekki margir fluttir inn, enn 3 af þeim eru einhverstaðar tjónaðir. Veit að allavega einn svartur var klesstur í hliðina og var á tjónauppboði hjá Sjóva fyrir nokkrum árum með alveg heilann frammenda (virtist allavega vera - í minningunni)
Var svona að spá hvort einhver vissi hvar sá bíll er í dag.
Sakar ekki að reyna auglýsa eftir því hérna.
Mig vantar vinstra stefnuljós í stuðara og járnstöngina sem heldur stuðaranum uppi. Og kannski einhverjar smá festingar.
Og jafnvel ef einhver lumar á stuðara sem er í 100% ásigkomulagi þá væri það flott.
Einungist dót af v-tec (Vti) bíl er hægt að nota.
http://www.hippie-online.de/crx.jpeg
Þetta er kannski ekki góð mynd enn þetta er v-tec bíll eins og minn.
Sem sagt það er svona stuðari á honum og stefnuljósið kemur í svona begju eins og sést á myndinni
Ef einhver veit hvar ég get pantað t.d. ljósið á netinu þá þætti mér vænt um að fá urlið. Eða hver er með stanley umboðið hérna heima. Ljósin á bílnum eru stanley ljós. Myndi gjarnan vilja fá glær (hvít) ljós ef það væri mögulegt.
Ég er búinn að prófa fara niður í stillingu, vöku, bílanaust, ab-varahlutir, japanskar vélar og skoða ebay í usa, uk og þýskalandi, enn enginn getur pantað neitt nema Honda umboðið. Ég enda sennilega á því að panta dótið hjá þeim.
Enn eins og ég segi, það sakar ekki að reyna.
Kveðja
Svessi
P.s. Nei, þessi bíll er EKKI TIL SÖLU! d;D
Ef einhver er að velta því fyrir sér hvenær hann á eftir að sjást á götunni þá er ég að vonast eftir því að geta verið kominn með hann á götuna í miðjum næsta mánuði.