Það er nú ekki komin mikil reynsla á þessar vélar sem eru í hondunum í dag. Þessir civicar eru jafn algengir og þeir eru kraftlausir og því eðlilegt að menn vilji boosta aðeins upp í þessu (Og þótt þetta dót mælist sæmilega mörg hestöfl miðað við rúmtak, þá er togkúrfan svo þröng að hún endist varla á milli gíra). Ég hef heyrt um einn 700 hestafla CRX sem fer kvartmíluna á 9.8 sekúndum með 1800 vél og 30psi boosti, þar er veggrip vandamálið og spólar druslan alveg upp í 3. gír þrátt fyrir loftlitla slicka.
Nú þekki ég ekki innri byggingu þessara véla en það er ekkert mál að stúta hvaða vél sem er með því að bjóða henni upp á hættulegt vinnuumhverfi. Vél sem er með 10:1 í þjöppu þolir ekki nema mesta lagi 4-5psi boost og það eru fá wastegate sem geta boðið upp á svo lágt boost. Til þess að geta sett turbo á bensínvél verður undantekningalaust að lækka þjöppuna eitthvað og eru allir turbo bílar frá verksmiðju með þjöppu á bilinu 7-8.5, og við 8.0 virðist algengast. Svo er það næsta mál og er það jafnvel mikilvægara, það er eldsneytiskerfið. Ef þú setur turbo þarftu að dæla meira bensíni inn á vélina með einhverjum leiðum, stærri spíssar, fleiri spíssar og svo framvegis. Öfugt við díselvélarnar þá eyðileggur það bensínvélarnar að keyra í botni með of lítið bensín.<br><br>–
<a href="
http://foo.is">foo</a