Fimmtudaginn 6. mars sl. var viðtal við ónefndan aðila frá Stigamótum, og var umræðuefni viðtalsins í Ísland í Dag nauðganir og vændi.
Spyrill Íslands í Dag kastaði spurningu til talsmanns Stigamóta hvar vændi væri stundað og hvort það væru hús eða aðrir staðir sem vændi ætti sig stað.
Svaraði talsmaður Stigamóta þessari spurningu og í svari talsmanns Stigamóta kom fram að bónstöð hafi auglýst eftir stúlkum til þess að bóna bíla berbrjósta, í svarinu fólst lúmsk ábending að þessi umrædda bónstöð sem ekki var nefnd með nafni, seldi starfsstúlkur sínar fyrir kynlíf, og blandaði bónstöðinni inn í svar þar sem að staðir voru taldir upp, sem voru viðriðnir í eiturlyf, vændi og jafnvel nauðganna.

Næsta sumar, ætlar Stjörnubón að byrja með þessi Stjörnukvöld aftur, og verður boðið uppá bílaþvott með stæl fyrstu helgi hvers mánaðar í sumar.
Viljum við benda á það að þarna koma ekki til með að vera berbrjósta stúlkur við vinnu, ekkert frekar en áður. Vændi hefur EKKI verið stundað í gegnum Stjörnubón né eiturlifjasala viðriðinn Stjörnubóni á einn eða annan hátt.

Virðingarfyllst,
Garðar Garðarsson