Bílasýningin í Genf er nú í fullum gangi og ber þar margt athyglisverðra bíla fyrir augum.

Það sem vakti athygli mína var bíll að nafni Subaru B11S Concept. Þetta er bíllinn sem hefur verið rætt um hér áður á þessum síðum og þá sem 2. kynslóð af Subaru SVX. Á sýningunni er hann reyndar ekki kynntur sem slíkur en B11S mun víst standa fyrir Boxer 11 Sport.

Ónefnt bílablað heldur því fram að heimildir þeirra bendi til þess að þarna sé komin fram undanfari að 3. kynslóð Impreza. Athyglisvert en talsvert ólíklegt en hinsvegar er bíllinn byggður á undirvagni Impreza.

Specarnir á þessum bíl eru hinsvegar magnaðir:

3 lítra vél með twin turbo
Hö: 400 @ 6400 rpm
Tog: 550 Nm @ 3600-4800 rpm
Þyngd: 1580 kg
Dekk framan: 275/35ZR21
Dekk aftan: 325/30ZR21

Hinsvegar er gírkassinn 5 gíra og það sjálfskipur. Ástæðan er sú að Subaru á engan annan kassa sem ræður við 400 hross og þetta stoðum undir SVX kenningu undirritaðs en nákvæmlega sama staða var í spilunum þegar SVX var kynntur sem concept á sínum tíma.

Hér eru svo nokkrar myndir af bílnum.




<a href="http://www.alwyngreer.com/gva2003/pages/IMG_0505.htm“>Mynd 1</a>
<a href=”http://www.alwyngreer.com/gva2003/pages/IMG_0503.htm“>Mynd 2</a>
<a href=”http://www.alwyngreer.com/gva2003/images/IMG_0504.jpg“>Mynd 3</a>
<a href=”http://www.alwyngreer.com/gva2003/images/IMG_0516.jpg">Mynd 4</a>