Enn á ný er Toyotan mín að hrekkja mig og verð ég að lýsa vanþóknun minni á þessari bíltegund. Allir mæltu með þessum bíl, Corolla 1994 ekin tæp 140.000 km, en ég hef átt hann í 3 mánuði.
Það nýjasta sem er að er stýrisgangurinn. Ef ég er að keyra, eða með bílinn kyrrstæðan í gangi get ég fært stýrið aðeins í báðar áttir án þess að hann beygi. Einskonar dautt slag Þetta er svona smá jugg. Þetta er mjög slæmt á miklum hraða og verulega óþægilegt.
Enn og aftur bið ég ykkur kæru hugara um ráð, sem hingað til hafa verið góð :) Getur einhver ímyndað sér hvað gæti verið meinið??
TAKK