kæru hugarar

Fyrir um það bil mánuði síðan seldi ég ford bronco númerslausan sem ég fékk uppí hendurnar. Hann var svotil að hrynja, bakkgír ónýtur og fleira, ´málið var það að þótt númerin væru inni þá var hann ekki skráður ónýtur, hann var enþá á nafni mannsins sem átti hann á undan mér. Ég auglýsti hann til sölu á 15þús hér á huga, kassa.is og bilanetinu, stuttu síðar hringdi einn áhugasamur og vantaði svona bíl í varahluti, frábært hugsaði ég og hann kom sama kvöld og keypti hann. Síðastliðinn föstudag mætti ég dráttarbíl frá vöku með eitt stykki bronco aftaní, alveg eins og ég seldi, vegna myrkurs sá ég ekki hvort þetta væri hann. Í morgun hringdi skráður eigandi í mig og segist vera með RUKKUN uppá 8þúsund (sem var ekki rukkun heldur tilkynning um geimslugjald ef einhver ætlaði að leysa bílinn út) fyrir þessum bronco. Ég hafði uppá gaurnum sem keypti af mér broncoinn og spurði hvað væri í gangi, þá þótti hann ekkert kannast við þetta, sagði að þetta væri ekki sami bíllinn og ég hafði selt honum. Ég trúði þessu ekki alveg og í stresskasti fór ég í bæinn og jú þetta var sami broncoinn og ég seldi honum niðrí vöku og kallarnir í vöku sögðu að ég yrði að borga sem fyrst, þá var gaurinn sem ég seldi broncoinn til búinn að samþykkja að borga(Ekki trúði ég því alveg). Einn kall í vöku sagði að lögreglan hefði komið að bílnum á hlið úti í vegkanti með FÖLSUÐUM NUMERUM af öðrum bronco sem þessi strákur átti. Með þessar upplýsingar hringi ég í lögregluna og hún sagði að ef eigandi myndi afskrá bílinn sem fyrst myndi vaka sitja uppi með hann, þá varð ég glaður því þá fattaði ég að þessi 8þúskall var bara gjald sem þyrfti að borga ef eigandinn ætlaði að ná í bílinn en meðan enginn eigandi er skráður er ekki hægt að senda neina rukkun

Á þessum mánuði hefur þessi strákur sett geislaspilara í bílinn sem hann fékk svo að taka úr bílnum daginn eftir að hann keyrði útaf!!!! SEM ER BARA RUGL, hvað eru vökugaurarnir að spá? þá verður þessum strák alveg sama um bílinn ef hann er kominn með einu verðmætin í bílnum

Ég ætla bara að vona að ég lendi ekki í vandræðum útaf þessu, þetta sýnir það að traust er vanmetið

vonandi nenntuð þið að lesa þetta, takk takk