Ég fór í dag og ætlaði sækja um endurnýjun á ökuskírteininu mínu, sem sagt búinn að vera með bílpróf í 2 ár og á að fá fullnaðarskírteini. Gott og vel, ég fylli út þessa umsókn… þá segir hún mér að nú sé komið inn í lög að allir skulu fara í “akstursmat” hjá ökukennara til að fá fullnaðarskírteinið. Svo segir hún mér hvað endurnýjun skírteinisins kostar… 3500 takk! Ekki nóg með það, þá segir hún mér að ég þurfi að koma með nýja mynd… þrátt fyrir að það sé til mynd inn í kerfinu - ég horfði á myndina á mér á tölvuskjánum hjá henni, en neeeiii það þarf að koma með nýja mynd, til hvers í ANDSKOTANUM!?

Samantekt:
-Endurnýjun skírteinis: 3500 kr.
-Tími hjá ökukennara: í kringum 3500 kr.
-Passamyndataka: ódýrast 400 kr.

Samtals: Helvítis fuckin hellingur, hátt í 8000 kall fyrir ökuskírteini!

Er þetta hægt!?

Ástæðan fyrir því endurnýjunin á ökuskírteininu er svona dýr er eins og þið kannski vitið vegna þess að þeir þurfa að láta framleiða þessi kort í Þýskalandi, þvílíkt land sem maður býr á… við getum ekki einu sinni búið til okkar eigin ökuskírteini!!

Alveg pottþétt að einhver ökukennari hafi troðið þessu helvítis “akstursmati” í gegn… svona til að skapa sér smá aukatekjur… ég hélt að ég væri búinn að ná prófinu… það er kannski bara einhver misskilningur hjá mér. Halda þessir helvítis hálfvitar að maður kunni allt í einu ekki að keyra, og það eftir 2 ár af æfingu!!?? Jah, mér er spurn…