Astra er náttúrulega mun nýrri hönnun og það sést berlega og finnst. Ef þú ert að leita að góðum bíl held ég að Astran sé málið en ef þú ert að leita þér að skemmtilegum bíl er engin spurning um að þú hlýtur að velja Peugeotinn!
Ég átti 306XS í hálft ár og var yfir mig hrifinn, nema að 1.6l vélin er allt of gróf, snúningslöt og eyðslufrek. Ég hef líka verið með Astra á leigu og þeir eru alveg þokkalegir. Ekkert spennandi en vel samkeppnishæfir. Ég veit samt alveg að ef ég væri að eyða mínum pening kæmi Astra ekki til greina, en Peugeot kæmi sterkur inn.
Hefurðu athugað Focus? Hann slær þeim báðum við að öllu leiti, nema ég er ekki frá því að Peugeot sé jafnvel skemmtilegri í akstri.<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>“There is no Spoon.” - Sergeant Wells</i><br><hr>
Viltu lesa meira af <a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com">nöldrinu</a> mínu?