g lenti í árekstri í vikunni. Terrano II jeppi dúndraði aftan á mig á ljósum á Vesturlandsveginum. Ég var að koma frá Kjalarnesinu á Galant árg. 1996, sem hafði einmitt verið að koma úr réttingu nokkrum dögum áður. Þetta var í gærkvöldi og það var lítil umferð. Ég er að keyra svona á 105-110 þegar þessi Terrano jeppi kemur fyrir aftan mig þegar ég er nýlagður af stað. Hann kom alveg óþægilega nærri, ég hægði á mér, setti stefnuljós á og ætlaði að hleypa honum fram úr. Það vildi hann ekki, svo ég hékk með hann alveg í rassgatinu alla leið. Ég gaf í alveg uppí svona 125 en alltaf var Terranoinn alveg í rassgatinu á mér. Ég reyndi að hleypa honum aftur fram úr, en það vildi hann ekki. Þetta var ansi óþægilegt en ég hélt bara mínu striki. Svo er ég að koma að ljósum og það kemur rautt svo ég bremsa, ekkert snögglega neitt og jeppinn keyrir aftan á mig.
Ég fór út og hinn ökumaðurinn líka, sem reyndist vera stúlkukind fædd 1984 og var á bíl pabba síns. Ég var frekar reiður, sem ég átti kannski ekkert að vera og blótaði eitthvað. Ég spurði hana afhverju hún hefði verið að hanga svona aftan í mér og hún sagði að það hafi verið nóg bil, um það leiti sem löggan kom var hún nánast byrjuð að grenja greyið, en hún meiddi sig eitthvað greyið.
Ég er bara svo geðveikt fúll, er að drepast í hálsinum og þannig meiðsli eru frekar erfið, þar að auki skallaði ég rúðuna. Bíllinn minn er það mikið skemmdur að það verður sennilega ekki gert við hann. Ég tapa semsagt góðum bíl. Pabbi stúlkukindarinnar hringdi svo í mig og spurði hvernig dóttir hans hefði verið að keyra og ég dró ekkert undan svo hún fær sennilega skömm í hattinn.
Passið ykkur bara að hafa nóg bil. 3 sekúndur.