Jæja, núna hefur maður fengið nóg. Þessi “rithöfundur” að nafni Njáll Gunnlaugsson (að ég held að hann heiti) hjá bílablaði Dv hefur nú endanlega skitið á sig. Mér finnst þessi maður til skammar fyrir íslenska bílamenningu.
Þetta byrjaði nú hjá honum þegar hann birti myndir af Honda S2000 í slædi og reikspóli út um allar trissur. Svo var það þegar hann og stjórnandi þáttarins mótors voru að metast um það hver hefði farið hraðar á Porsche cayenne jeppanum, fyrir viku birti hann risa stóra mynd af glænýjum wrangler jeppa sem hann hafði fengið lánaðan til prufuaksturs í loftköstum og svo núna, Yamaha RX-1 greinin.
Þar stendur t.d. að RX-1 skilji alla tvígengis sleða eftir á ferðinni. Ég hef sjálfur ekið og marg oft orðið vitni af því þegar nýji Arctic Cat F7 er að rúlla þessum sleða upp, í upptaki og á ferð. Einnig minnist þessi “rithöfundur” á að honum hafi tekist að velta sleðanum tvisvar og sé það líklegast vegna þess hve mjó skíðinn eru. HVER LÆTUR SVONA ÚT ÚR SÉR?!? Bara það að hann skuli hafa látið þetta kjaftæði í prentun er aðhlátursefni. Þetta er ekkert öðrivísi en að kenna dekkjum um að hafa velt. Ég veit það persónulega að RX-1 sleðinn er ekkert valtari en aðrir, og skal ég ábyrgjast það að þarna hafi bara verið skortur á ferð.

Þetta er bara eitt dæmi. Hvað finnst ykkur um bílablað DV, finnst ykkur gaman að lesa þessa vitleysu?
Endilega segið ykkar álit, ég hef fengið nóg….<br><br>—————————-
Ég er bara pjakkur, ekki einu sinni með bílpróf, hvað veit ég ;Þ
Rice = Reyna að láta bílin líta út og hljóma kraftmeiri en hann er.
Bones heal, chicks dig scars, pain is temporary but glory is forever!
—————————-