Ef það eru lélegir hringir þá eru helstu einkennin þau að bíllinn brennir olíu uppi á snúningi. Getur líka verið þannig að hann brennir olíu, maður þenur vélina smá og það lagast, lætur ganga á snúningi og smám saman kemur olíureykurinn aftur. Svona var þetta allavega á gömlum mótor sem ég var að eiga við einusinni, handónýtir hringir og svo mikið slit í sílender að maður gat hreyft stimpilinn í sílendernum.
Svo var það þannig á díselvél sem að brenndi mikilli olíu og var með ónýta heddpakkningu að þetta var allt í lagi á lágum snúningi, en þegar snúningurinn kom upp (og olíuþrýstingurinn með) þá mökkaði bíllinn svo svakalega að maður sá ekki aftur fyrir hann.<br><br>–
<a href="
http://foo.is">foo</a