Nei nei, þú særðir mig nú svo sem ekkert en ég vil hins vegar biðjast afsökunar aftur á þessari spurningu minni, ég var of bráður og harð orður. Málið er bara að miðað við mína reynslu af Hondum má ég helst ekkert slæmt sjá/heyra um þær án þess að renna blóðið til skyldunnar og verjast! ;) En jú, þær eru ekki sjaldgæfar hér á Fróni.
Aftur á móti hvað Golf varðar, þá myndi ég nú reyndar frekar taka CoRollu fram yfir hann. Það byggi ég á því að ég hef átt GTi Rollu og það var alger snilldar bíll. Ég hins vegar hef ekki átt einn einasta Wolksvagen og það stendur ekki til að breyta því, að minnsta kosti ekki um sinn.
Ástæðan fyrir því eru aðallega afturljósin, eða öllu heldur afturljósadraugurinn sem virðist alls ráðandi í vel flestum WV. Þ.e. rafkerfið virðist sprengja perurnar í aðalafturljósum og það einfaldlega myndi ég ekki þola á mínum bíl.
Ljósin eru atriði sem verða að vera í lagi á bíl í minni eigu. Ef ljós springur á bílnum mínum er ég ekki í rónni fyrr en báðum hefur verið skipt út fyrir ný.<br><br><a href="
http://kasmir.hugi.is/Hvati">Honda Civic 1500 LSi VTEC til sölu</a