Peugeot sigrar sænska rallið. Citroën í forystu í heimsmeistarakeppninni. Ford setur nýtt met.
Sænska rallið var haldið nú um helgina en það er hluti af heimsmeistarakeppninni í ralli og setti mikill snjór mark sitt á keppnina. Marcus Grönholm á bíl frá franska framleiðandanum Peugeot varð hlutskarpastur. Að lokinni þessari annarri keppni í heimsmeistarakeppninni er ljóst að Citroën er í forystu bílaframleiðanda með 24 stig en á eftir þeim kemur Peugeot með 22 stig og Ford er í þriðja sæti með 15 stig.
Í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna deilir Sebastian Loeb efsta sætinu með Colin McRae en þeir aka báðir Citroën Xsara bifreiðum. Í þriðja sæti er síðan Marcus Grönholm á Peugeot.
Ford setti nýtt met í sænska rallinu núna um helgina en þetta var 16 keppnin í röð sem Ford Focus RS skilar sér í mark í sæti sem gefur stig til heimsmeistaratitils.
Virðingarfyllst,
Brimborg
Egill Jóhannsson