Þetta snýst allt um eðlisfræði, engin trix breyta því að bíllinn er ekkert sáttur fyrr en framhjólin eru komin á loft þegar hann keyrir áfram, alveg sama hvar drifið er þá vill hann alltaf þrykkja afturhjólunum niður og lyfta framhjólunum.
Það eru til framhjóladrifsbílar sem fara á góðum tíma en það er ekki hægt án loftlausra slicka og fjöðrunartrixa. Þessir bílar myndu allir ná mun betri tíma ef þeir myndu spyrna í bakkgír, því að þrátt fyrir slickana eru þeir að missa bílana upp í spól í þriðja gír, og það er gífurlegt orkutap í því að keyra á loftlausum dekkjum, ásamt því sem að það er bara stórhættulegt þegar á að bremsa niður.<br><br>–
<a href="
http://foo.is">foo</a