Fyrir það fyrsta, þá er þetta ekki Viper kerfi, þetta er Clifford. Þetta er bara dýrara kerfi, kostar (ó-í-komið)rúmlega 21.000. Það þýðir að vísu jú að 15.000 er í hærri kantinum, en það er enginn að neyða þig til að kaupa kerfið, eða banna þér að bjóða lægra.
Persónulega mun ég reyndar aldrei versla við 12volt eftir reynslusögurnar sem ég heyrði þegar ég var að versla mér kerfi, og ef ég væri að fara að fá mér nýtt kerfi í dag myndi ég fara til Nesradíó og láta þá setja annaðhvort Avital eða Clifford í bílinn. Clifford ef ég ætti peninginn til að eyða í það, en annars Avital.
Nesradíó eru með umboðið fyrir Clifford (og Avital).