Ég var á flandri um daginn á þessum vegi sem liggur meðfram Úlfarsfelli. Þar lá úti í kanti Honda civic handónýtur.

Í dag var ég þarna líka, þá að prufa jeppann minn, og núna liggur við veginn MMC colt jafnónýur og suzuki fox jeppi uppi við veðurflaggið oltinn, dekkjalaus og með allar rúður brotnar.

Núna spyr ég hvernig fara menn með verðmæti. Þarna liggur mótor, sérsniðnn bensíntankur, hásingar, gírkassi, millikassi og fleira svipað. Þessi flök þarf að fjarlægja sem fyrst og ef það verður gert af opinberum aðilum er eigandi bílsins rukkaður fyrir það. Ég spyr bara hverkyns fábjánar skilja svonalagað eftir til að láta skemma þetta? Halda þeir að þetta sé hin eiginlega leið til að losna við brotajárn eða eru þeir að athuga hversu lengi bíllinn endist óskemmdur á þessum stað?

Kv Isan