Það sem skiptir mestu máli er að það sé gaman að keyra bílinn. Til að ég hafi gaman að því að keyra bíl þarf hann að hafa aksturseiginleika.
Draumabílar er svo klassísk spurning og alltaf jafn erfitt að koma með erfitt svar. Ég hef hugsað mikið um hvaða bíla ég vil eignast út frá raunhæfum forsendum og í dag er markmiðið að ég eignist <b>Porsche 911 Carrera 3.2</b> ‘87-’89 módel áður en ég verði fertugur. Augljóslega gæti margt breyst á þeim tíma!
Ég gæti endalaust flækt þetta. Uppáhalds framleiðendurnir mínir eru <b>Lotus</b> og <b>Lamborghini</b> og draumur minn er að eignast einhvern merkan Lotus (eru ekki allir Lotus merkir? :) á lífsleiðinni. Sterkir kandídatar eru <b>Lotus Elise</b> og <b>Lotus Elan</b>, þó annað komi til greina, jafnvel Lotus sem heitir ekki Lotus eins og <b>Opel Speedster</b>! Ég hefði auðvitað mjög gaman að geta eignast Lamborghini, en við skulum halda okkur á jörðinni!
Í dag eru óformleg skammtímamarkmið mín að eignast <b>Porsche 944</b> 2.5 ‘85,5 eða nýrri og <b>Citroën CX</b>, helst ’84 eða eldri. Auðvitað gæti ýmislegt tælt mig af þessari leið, t.d. <b>Toyota MR2, Ford Puma 1.7</b> eða einhver alvöru <b>GTi</b> hetja.
Spurðu mig aftur á morgun og þú gætir vel fengið annað svar, t.d. minntist ég ekkert á <b>TVR</b> að ofan. Góður <b>Griffith</b> getur verið raunhæfur draumur. OG ef ég gleymdi Griffith hér að ofan, Guð veit hverju öðru ég hef gleymt! ;)<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>"On two occasions, I have been asked [by members of Parliament], ‘Pray, Mr. Babbage, if you put into the machine wrong figures, will the right answers come out?’ I am not able to rightly apprehend the kind of confusion of ideas that could provoke such a question.“
– Charles Babbage (1791-1871)
</i><br><hr>
Viltu lesa meira af <a href=”
http://thisgeeksworld.blogspot.com">nöldrinu</a> mínu?