Nú var ég að heyra það að loksins þegar maður fær bílprófið 17 ára þarf maður að ná því aftur 19 ára til að tékka hvort maður sé enn hæfur bílstjóri.
Þetta er nátturlega bara brandari. Ef maður nær bílprófinu 17 ára, algjörlega óreyndur í umferðinni fyrir utan ökukennsluna, þá ætti maður bara að verða reyndari og betri ökumaður þegar maður er orðinn 19 ára. Varla versnar maður við það að vera 2 ár í umferðinni. Reynslan gerir manni gott. Þess vegna skil ég þetta ekki, hvað er málið eiginlega? Ef þeir ætla að hafa þetta svona þá ættu þeir bara að hafa þetta um alla, þ.e.a.s. að maður ætti alltaf að taka bílprófið aftur á tveggja ára fresti. Ég veit um fullt af einhverjum gömlum körlum og kellingum sem eru sko ekki hæf til að hafa bílpróf…og hvað er gert við þau? Nei einmitt, EKKI RASSGAT! Þau geta bara keyrt og keyrt og tóku bílprófið árið 1960….var búið að finna upp bílinn á þeim tíma?
Hvað finnst ykkur um þetta? Þeir ættu þá bara frekar að herða reglurnar í bílprófinu sjálfu þegar maður er 17ára frekar en að láta mann taka það aftur 19 ára þar sem maður ætti þá að hafa tveggja ára reynslu í umferðinni…ég sem hélt að reyndur ökumaður væri betri en óreyndur…